Picea glauca

Ættkvísl
Picea
Nafn
glauca
Yrki form
'Conica'
Íslenskt nafn
Dverghvítgreni
Ætt
Þallarætt (Pinaceae).
Samheiti
P. glauca v. albertiana f. conica Rehd., P. albertiana conica Bean., “Zickerhut-Fichte”
Lífsform
Sígrænn dvergrunni.
Kjörlendi
Sól eða hálfskuggi.
Blómalitur
Kk reklar gulir, kvk reklar rauðir.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
Allt að 4 m
Vaxtarlag
Dvergform.
Lýsing
Elstu plönturnar í Evrópu voru orðnar 4 m háar 60 ára gamlar. Sterkbyggt form og regluleg, keilulaga, mjög þétt og mjótt, smágreinar fíngerðar, auðsveigðar, dálítið hærðar í grópunum. Barrnálar geislastæðar, gisstæðar, 10 mm langar, ljósgrænar í endann, seinna dálítið blágrænar. Ársprotar stinnir, mjög grannir, rjómahvítir.
Uppruni
Yrki.
Harka
2
Heimildir
7
Fjölgun
Sumargræðlingar með þokuúðun.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í beð með sígrænum trjám og runnum og víðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til eitt tré sem var keypt 1992, þrífast vel og er mjög fallegt.