Hátt tré, allt að 25 m hátt í heimkynnum sínum, króna breið-keilulaga. Börkur grábrúnn. Greinar láréttar, vita dálítið niður á gömlum trjám, greinaendar útstæðir.
Lýsing
Ársprotar grannir, grágulir, glansandi, hærðir og með djúpar rákir. (Í ræktun eru ársprotarnir líka oft hárlausir). Brum egg-keilulaga, 8-15 mm löng (!), okkurbrún (gulbrún), kvoðug, brumhlífar húsa hver frá annarri og eru dálítið undnar afturábak á oddinum (mjög mikilvægt einkenni!. Barrnálar geislastæðar, blágrænar, oft bognar, beinast fram á við, 4-hyrndar í þversnið og á hverri hlið eru 3-4 loftaugarendur. Nálanabbar úttútnaðir. Könglar sívalir, 8-10 sm langir, ljósbrúnir í fyrstu en seinna kastaníubrúnir. Köngulhreistur öfugegglaga, stinn og trékennd. Fræ aflöng, rauðbrún, dálítið styttri en köngulhreistrið.Líkist rauðgreni, er þó heldur stórgerðara, börkur flagnar af í stórum skænum, brum eru með harpexi og nálar eru breiðar með gulleitum oddi.
Uppruni
V Kína.
Harka
5
Heimildir
= 1,7
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í blönduð beð sígrænna tegunda, sem stakstæð tré, í raðir og víðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til plöntur sem sáð var til 1984, þrífast vel, lítið um kal flest árin. Gróðursett á nokkrum stöðum 1961-63 og hefur vaxið álíka og rauðgreni en er að öllum líkindum nokkuð viðkvæmara.
Útbreiðsla
Picea asperata er sú Asíu-tegund sem samsvarar P. abies hjá okkur, myndar skóga í Asíu.