Picea abies

Ættkvísl
Picea
Nafn
abies
Yrki form
'Nidiformis'
Íslenskt nafn
Rauðgreni (sátugreni, hreiðurgreni)
Ætt
Þallarætt (Pinaceae).
Lífsform
Sígrænn dvergrunni.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Kk reklar gulir, kvk reklar rauðir.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
-1 m
Vaxtarlag
Dvergform, breið og þéttvaxið, reglulegt með meira eða minna áberandi hreiðurlaga laut í miðjunni þar sem greinarnar vaxa á ská úr frá miðjunni.
Lýsing
Ársprotar mjög margir, skaga fram og eru niðursveigðir í endanna, gulgráir ofan, næstum hvítir neðan, hárlausir gljáandi, grannir og mjög sveigjanlegir. Ársvöxtur 3-4 sm, nálanabbar áberandi. Brum snubbótt egglaga, smá, á aðalgreinaendum 1-2 mm löng, hin ögn minni, dökkbrún. Aðalendabrumið oftast eitt eða með 2 hliðarbrum. Brumhlífar bogadregnar, þétt aðlæg. Barrnálar illa geislastæðar, skiptast ± neðan á greininni, 7-10 mm langar, minnka frá grunni sprotans að enda, gulgrænar, flatar, kantaðar. Með stækkunargleri (20 ×) sést að á jaðri eru 8-10 hvassar, ± aðlægar tennur. Á þessu einkenni er með fullri vissu hægt að aðgreina þetta form frá öllum öðrum. Nálar með 1-2 loftaugaraðir alveg að oddi.
Uppruni
Yrki.
Heimildir
= 7
Fjölgun
Með sumargræðlingum í ágúst, vetrargræðlingum.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í ker.
Reynsla
Þrífst vel, kelur ekkert. Hefur verið lengi í ræktun Lystigarðinum og þrífst vel bæði norðan og sunnanlands. Skýla fyrstu 2-3 veturna.
Útbreiðsla
Eitt útbreiddasta dvergbarrtrjáaformið í görðum núna.