Fjölær jurt með upprétta stöngla, allt að 30 sm háa. Grunnlauf eru djúp-hjartalaga, bogtennt til sagtennt með langan legg. Stöngullauf lensulaga, næstum legglaus.
Lýsing
Blómskipunin þéttur, oddbaugóttur til hnöttóttur kollur, stoðblöð mjó-lensulaga. Krónan dökkfjólublá með svartleita slikju.
Uppruni
Ungverjaland.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori eða að blómgun lokinni eða með sáningu að hausti.