Phyteuma serratum

Ættkvísl
Phyteuma
Nafn
serratum
Íslenskt nafn
Blákkustrokkur
Ætt
Bláklukkuætt (Campanulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól - hálfskuggi.
Blómalitur
Blár.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
3-15 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, 3-15(-20) sm há, upprétt. Grunnlauf lensulaga eða oddbaugótt til meira eða minna bandlaga, grunntennt og tennurnar strjálar eða heilrend, oftast með legg. Stöngullauf bandlensulaga, breiðust um miðju, fíntennt eða næstum heilrend, mjókka í lauflegg eða eru legglaus.
Lýsing
Blómskipunin íflöt-hnöttótt. stoðblöð egglaga til lensulaga, oftast ekki eða lítið eitt lengri en blómskipunin, ytri stoðblöðin niðurstæð. Krónan næstum bein í knúppinn. Frævur 3.
Uppruni
Fjöll Korsíku.
Harka
6
Heimildir
= 18, www.tela-botanica.org/bdtfx-nn-49274-synthese,
Fjölgun
Skipting að vori eða að blómgun lokinni eða með sáningu að hausti.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beðkanta.
Reynsla
Til hjá söfnurum í Reykjavík og hefur reynst vel (H.S.)