Fjölær jurt, 3-15(-20) sm há, upprétt. Grunnlauf lensulaga eða oddbaugótt til meira eða minna bandlaga, grunntennt og tennurnar strjálar eða heilrend, oftast með legg. Stöngullauf bandlensulaga, breiðust um miðju, fíntennt eða næstum heilrend, mjókka í lauflegg eða eru legglaus.
Lýsing
Blómskipunin íflöt-hnöttótt. stoðblöð egglaga til lensulaga, oftast ekki eða lítið eitt lengri en blómskipunin, ytri stoðblöðin niðurstæð. Krónan næstum bein í knúppinn. Frævur 3.