Fjölær jurt, oftast upprétt, allt að 50 sm há. Grunnlauf allt að 10 sm, lensulaga til öddbaugótt, hjartalaga, óreglulega sagtennt, með legg. Stöngullauf lík grunnlaufunum en legglaus.
Lýsing
Blómskipunin þétt, kúlulaga, stoðblöð lensulaga, langydd. Krónan dökkblá til fjólublá.
Uppruni
Evrópa.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori eða að blómgun lokinni eða með sáningu að hausti.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beðkanta.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 1984 og gróðursett í beð 1990. Harðgerð jurt.
Yrki og undirteg.
v. austriaca (G. Beck) G. Beck. Stöngullauf mjó-egglaga, stoðblöð upprétt.