Fjölær jurt, upprétt eða uppsveigð, allt að 10 sm há. Grunnlaufin allt að 8 sm, bandlaga-lensulaga, langydd. Stöngullauf mjó, heilrend eða smásagtennt.
Lýsing
Blómskipunin egglaga til kúlulaga, stoðblöð lensulaga, stutt. Krónan blá stöku sinnum með hvíta slikju.
Uppruni
Alpafjöll til Austurríkis.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori eða að blómgun lokinni eða með sáningu að hausti.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beðkanta.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til planta sem sáð var til 1991 og gróðursett í beð 1992. Harðgerð jurt.