Phyteuma betonicifolia

Ættkvísl
Phyteuma
Nafn
betonicifolia
Íslenskt nafn
Langstrokkur
Ætt
Bláklukkuætt (Campanulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól - hálfskuggi.
Blómalitur
Fjólublár.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 70 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, stönglar uppréttir, hárlausir, allt að 70 sm háir. Grunnlaufin allt að 5 sm, egglaga til lensulaga, hjartalaga eða snubbótt við grunninn, sagtennt, með langan legg. Stöngullaufin mjórri.
Lýsing
Blómskipunin sívalt ax, stoðblöð fá. Krónan fjólublá. Frænið 3-flipótt.
Uppruni
Pýreneafjöll.
Harka
7
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori eða að blómgun lokinni, sáning að haustinu.
Notkun/nytjar
Í blómaengi, í beð, í kanta.
Reynsla
Hefur verið til í Lystigarðinum af og til. Hefur verið sáð 2015.