Physostegia virginiana

Ættkvísl
Physostegia
Nafn
virginiana
Ssp./var
ssp praemorsa
Höfundur undirteg.
(Shinn.) Cantino
Yrki form
'Alba'
Íslenskt nafn
Hirðingjablóm
Ætt
Varablómaætt (Lamiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól eða hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Ágúst.
Hæð
- 180 sm
Vaxtarlag
Upprétt, fjölær jurt, allt að 180 sm há. Jarðstönglar oftast mikið greindir, mynda skríðandi brúsk. Neðri miðlaufin legglaus eða neðstu 1-7 pörin með lauflegg, legglaus lauf 2-18 x 3-5 sm, mjög breytileg oddbaugótt, lensulaga, öfuglensulaga eða spaðalaga, jaðrar skarptenntir, sjaldan heilrend.
Lýsing
Blómin eru í 1-20 klösum, klasaleggurinn dúnhærður, stoðblöðin oftast engin, blómin þétt saman eða strjál, bikarar skaraðir eða ekki. Bikarpípa 2,5-6 mm, stækkar í 10 mm, flipar hvassyddir eða mjókka smám saman fram. Krónan rauð-fjólublá, ljósgráfjólublá eða hvít, oftast með purpura doppur og strik. Smáhnetur þríhyrndar.
Uppruni
Kanada, N Bandaríkin
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting á jarðstönglum snemma vors.
Notkun/nytjar
Í beð með fjölærum jurtum.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein gömul planta sem er undir þessu nafni, þrífst vel. --- N8-L17 20060327
Yrki og undirteg.
ssp. praemorsa (Shinn.) Catino Upprétt fjölær jurt, 100-180 sm há, jarðstönglar venjulega stuttir, ógreindir eða stutt greindir. Lauf mjög breytileg, miðstöngullauf oftast 30 mm breið, oddbaugótt-öfuglensulaga, öfugegglaga, egglaga eða spaðalaga, jaðar hvasssagtenntur. ------Blómin í 1-8 klösum, aðalleggur klasanna dúnhærður, stoðblöð blómlausra stöngla í allt að 40 pörum. Blómin oftast þétt saman, bikarar skarast yfirleitt, bikarpípa 3,5-8 mm stækkar í 111 mm. Smáhetur þríhyrndar, sléttar. -- Blóm í júlí-ágúst-september. Heimkynni: M & S Bandaríkin og NA Mexíkó.
Útbreiðsla
'Alba' er með hvít blóm. Mörg önnur yrki eru til.