Þýfð, fjölær jurt, allt að 10 sm há, hárlaus. Neðri laufin egglaga-hjartalaga, sagtennt með langan lauflegg, efri laufin lensulaga til langydd.
Lýsing
Blómin í sveipum, leggstutt til legglaus. Krónan pípulaga, útflött við grunninn, fjólublá.
Uppruni
Alpafjöll.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð með fjölærum jurtum.
Reynsla
Annað veifið til í Lystigarðinum, annars fremur skammlíf. Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 2004 og gróðursett í beð 2006, lifir 2015.Til í einkagörðum í Hveragerði og Reykjavík (H.S.)