Physocarpus opulifolius

Ættkvísl
Physocarpus
Nafn
opulifolius
Ssp./var
v. intermedius
Höfundur undirteg.
(Rydb.) B.L.Rob.
Íslenskt nafn
Garðakvistill
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól til hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Sumar.
Hæð
1,5 m
Vaxtarlag
Ungar greinar hárlausar eða næstum hárlausar.
Lýsing
Lauf oddbaugótt-bogadregin, allt að 6 sm, ögn stjörnudúnhærð neðan, flipar snubbóttir, tvítenntir. Blómin 12 mm í þvermál, í þéttum hálfsveipum, blómleggir og bikar stjörnudúnhærðir til næstum hárlausir. Fræhýðin stjörnulóhærð.
Uppruni
Bandaríkin.
Harka
2
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sumargræðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í runnabeð, í kanta á runnabeðum.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 1996 og gróðursett í beð 2000, kelur lítið.