Physocarpus opulifolius

Ættkvísl
Physocarpus
Nafn
opulifolius
Yrki form
´Luteus
Íslenskt nafn
Garðakvistill
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól til hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Sumar.
Hæð
1-2 m
Lýsing
Laufin gullgul á ungum greinum, seinna ólífugræn eða með bronslita slikju.
Uppruni
Yrki.
Harka
2
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í runnabeð og víðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 1994 og gróðursett í beð 2001, kelur lítið, önnur sem sáð var til 2000 og gróðursett í beð 2004 og sú þriðja sem sáð var til 2005, er enn í sólreit. Óvíst er hvort þessar plöntur séu undir réttu nafni.