Uppréttur, sumargænn runni, allt að 2 m hár. Stilkar uppréttir, stjörnu-ullhærðir, greinar þétt stjörnudúnhærðar.
Lýsing
Lauf allt að 6 × 6 sm, bogadregin til breiðegglaga, bogadregin til hjartalaga við grunninn, tví-bogtennt, stjörnudúnhærð, oft hárlaus ofan, 3-flipótt, stöku sinnum 5-flipótt. Á blómlausum greinum eru flipar breið-bogadregnir. Blómin hvít, 1 sm í þvermál, í fáblóma 3 sm breiðum skúf. Blómleggir og bikarar ullhærðir. Aldin í pörum, ögn kjöluð og flöt, með uppréttar trjónur, með 1-2 fræ.
Uppruni
Vestur N Ameríka.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Með rótarskotum, sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í runnabeð, í trjábeð, í þyrpingar og víðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur sem sáð var til 1993 og gróðursettar í beð 1995, báðar kala lítið eitt en eru mjög fallegar og blómstra árlega.Hefur reynst vel í garðinum og blómgast mikið. Stendur sig mun betur en hörkutalan gefur til kynna.