Laufin allt að 7 × 4 sm, breiðegglaga, hárlaus ofan, stjörnulóhærð neðan, óreglulega tvísagtennt, með stærri og dýpra skorna flipa og hvassari tennur á langsprotunum. Blómin eru hvít til ljósbleik, mörg, í þéttum og hvelfdum skúf, sem er allt að 7 sm í þvermál. Laufleggur 13 sm, ullhærður. Bikar mikið ullhærður. Bikartennur egglaga, allt að 3 mm, krónublöð allt að 3 mm, aldin 2-5 saman, allt að 7 mm, hárlaus, rauð, venjulega með 2 fræ. Fræin skakk-perulaga, allt að 2 mm, sinugul.
Uppruni
Vestur N-Ameríka.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sumargræðlingar og sáning.
Notkun/nytjar
Í runnabeð, í kanta, í þyrpingar, stakstæðir.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1979 og gróðursett í beð 1983 og tvær sem sáð var til 1991 og gróðursettar í beð 1994, allar hafa kalið ögn gegnum árin, en blómstra samt árlega.