Phlox sibirica

Ættkvísl
Phlox
Nafn
sibirica
Íslenskt nafn
Síberíuljómi
Ætt
Jakobsstigaætt (Polemoniaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi, skjól.
Blómalitur
Ljósbleikur, bleikur.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
10-15 sm
Vaxtarlag
Þýfð, fjölær jurt, trékennd við grunninn, 8-15 sm há. Lauf allt að 3-6 x 0,15-0,3 sm, bandlaga lang-odddregin, stundum sigðlaga, ögn mjúkhærð, jaðrar með fíngert kögur.
Lýsing
Blómskipunin (1-)3-6 blóma, dúnhærð, stundum kirtilhærð. Blómin á 2-4 sm blómskipunarlegg, 8-13 mm, flipar bandlaga, með dálitla týtu. Króna 1-1,2 sm, krónupípan víkkar upp á við, flipar um 9 x 6 mm, öfugegglaga, framjaðraðir-trosnaðir til heilrendir. Stílar 7-10 mm, eggbú tvö í hólfi.
Uppruni
Síbería.
Harka
3
Heimildir
= 1, davesgarden.com/guides/pf/go/161195/#b
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, sáning eða græðlingar að vori.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í skrautblómabeð.
Reynsla
Lítt reynd hérlendis. Ekki í Lystigarðinum 2015.