Phlox pulvinata

Ættkvísl
Phlox
Nafn
pulvinata
Íslenskt nafn
Klettaljómi
Ætt
Jakobsstigaætt (Polemoniaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól eða hálfskuggi, skjól.
Blómalitur
Hvítur eða blár.
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
- 6 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt sem myndar þéttar breiður, með stólparót. Stönglar uppsveigðir, 1-6 sm, kirtil-dúnhærð. Laufin stinn, bandlaga, 5-12 mm löng, randhærð, kirtildúnhærð.
Lýsing
Blómin stök, legglaus. Bikar kirtilhærður, 5-8 mm langur með flatar himnur. Krónan hvít eða blá, krónupípan 9-13 mm löng, flipar 4-7 mm langir. Stíll 2-5 mm langur.
Uppruni
Bandaríkin (Washington, Montana, Idaho, Oregon, Wyoming, Kalifornía, Nevada, Utah, Kólóradó, Nýja Mexikó).
Heimildir
= fieldguide.mt.gov/speciesDetail.aspx?elcode=PDPLM0D270
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, sáning eða græðlingar að vori.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta.
Reynsla
Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur, þrífst vel þar. Reykjavíkur. Var sáð í Lystigarði Akureyrar 2015.