Fjölær jurt sem myndar þéttar breiður, með stólparót. Stönglar uppsveigðir, 1-6 sm, kirtil-dúnhærð. Laufin stinn, bandlaga, 5-12 mm löng, randhærð, kirtildúnhærð.
Lýsing
Blómin stök, legglaus. Bikar kirtilhærður, 5-8 mm langur með flatar himnur. Krónan hvít eða blá, krónupípan 9-13 mm löng, flipar 4-7 mm langir. Stíll 2-5 mm langur.