Phlox paniculata

Ættkvísl
Phlox
Nafn
paniculata
Íslenskt nafn
Haustljómi
Ætt
Jakobsstigaætt (Polemoniaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi, skjól.
Blómalitur
Blár, gráfjólublár, bleikur, hvítur.
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
60-100 sm
Vaxtarlag
Upprétt, fjölær jurt, 60-100 sm há, næstum hárlaus til smádúnhærð. Lauf 1,2-12 x 0,8-5 sm, með stutta leggi eða næstum legglaus, egglaga eða lensulaga til oddbaugótt, langydd, netæðótt, æðastrengir upphleyptir, jaðrar tenntir og kögraðir.
Lýsing
Blómskipunin endastæð, samsett, hálfsveiplaga kvíslskúfur, margblóma, oft þétt, blómin á stuttum blómskipunarlegg eða næstum legglaus. Bikar 6-9 mm, flipar band-lensulaga. Króna 2-2,8 sm, blá, gráfjólublá, bleik eða hvít, krónupípan hærð, flipar 8-12 mm. Fræflar ná ekki fram úr pípunni.
Uppruni
Bandaríkin (New York og Georgia til Arkansas).
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, græðlingar að vori eða hausti.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð á skýldum stöðum, viðkvæm.
Reynsla
Góðar til afskurðar, skipta oft, fjarlægja skemmdir strax og þeirra verður vart, enn fleiri sortir til og þeim fjölgar óðum.
Yrki og undirteg.
Fjölmörg yrki eru í ræktun erlendis.