Phlox drummondii

Ættkvísl
Phlox
Nafn
drummondii
Íslenskt nafn
Sumarljómi
Ætt
Jakobsstigaætt (Polemoniaceae).
Lífsform
Einær jurt - sumarblóm.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Purpura, fjólublár, bleikur, ljósgráfjólublár, rauður eða hvítur, sjaldan fölgulur.
Blómgunartími
Júní-september.
Hæð
10-50 sm
Vaxtarlag
Einær jurt, 10-50 sm há, hærð, stundum kirtilhærð, greind eða ógreind. Laufin eru breytileg, mjó öfuglensulaga til egglaga til lensulaga, næstum legglaus, legglaus eða lykja um stöngulinn, gagnstæð neðst, stakstæð og breiðari ofar á stönglinum.
Lýsing
Blómskipunin, dálítið gormlaga, knippi af 2-6 blómhnoðum, á 1,5 sm háum blómskipunarstöngum. Bikar 7-12 mm, flipar samvaxnir að 1/3 af lengdinni. Krónan 1-2,2 sm, dúnhærð, sjaldan hárlaus, purpura, fjólublá, bleik, ljósgráfjólublá, rauð eða hvít, sjaldan fölgul, oft ljósari inni í krónupípunni, með bletti í kringum ginið, stíll 2-3 mm, 1 eggbú í hverju hólfi.
Uppruni
Bandaríkin (Texas).
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í sumarblómað, í kanta, í þyrpingar.
Reynsla
Af og til ræktaður sem sumarblóm í Lystigarðinum sem og víða í görðum hérlendis. Þolir líklega ekki mikla vætu.
Yrki og undirteg.
Fjölmörg yrki eru til svo sem 'Brilliant' allt að 50 sm, blómin í þéttum kollum, hvít með bleika miðju. 'Carneval' blóm stór, með miðju í öðrum lit. ----- Dwarf Beauty Hybrids: Þetta eru dvergvaxnir blendingar, blómviljugir, í fjölmörgum blómlitum, blómstra snemma. 'Gigantea' blómin stór í fjölmörgum litum. ----- Globe hybrids: Þetta eru smávaxin yrki, hvolflaga, blómin í pastellitum og dökkum litum. 'Grandiflora' blómin purpura ofan, hvít neðan. ----- Palona Hybrids eru dvergvaxin yrki, þéttvaxin, marggreind, hnattlaga, blómin í fjölda lita, líka tvílit. 'Petticoat' dvergvaxnar plöntur, allt að 10 sm háar, blómlitir margir, blæbrigði af hvítu, bleiku, purpura og tvílitu. 'Rotundata' er með breiða krónuflipa. 'Twinkle' ('Sternezauber') er með krónuflipa sem eru spjótlaga, mjóir oft stýfðir og kögraðir.