Phlox douglasii

Ættkvísl
Phlox
Nafn
douglasii
Íslenskt nafn
Lyngljómi*
Ætt
Jakobsstigaætt (Polemoniaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Hárauður.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
10-20 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 20 sm há, oftast lægri, lausþýfð, kirtilhærð. Lauf 1-1,2 x 0,075-0,15 sm, stinn, sýllaga til band-sýllaga, stingandi, dökkgræn.
Lýsing
Blómskipunin 2,5-7,5 sm, 1-3 blóma, blóm á 1-6 mm löngum blómskipunarleggjum. Bikar 7,5-9,5 mm, flipar band-sýllaga, oddhvassir, með áberandi rif. Króna 1-1,3 sm, flipar um 7,5 x 5 mm, öfugegglaga, stílar 4-7 mm.
Uppruni
Bandaríkin (NV Montana, til Washington og NA Oregon).
Harka
5
Heimildir
= 1, https://www.rhs.org.uk/Plants/57213/Phlox-douglasii-Crakerjacq/details?returnurl=%2Fplants%,.....
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, sáning eða græðlingar að vori.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í skrautblómabeð í góðu skjóli.
Reynsla
Skipta oft, lítt reynd hérlendis.
Yrki og undirteg.
Nokkur yrki í ræktun. 'Crakerjack' er yrki sem hefur verið prófað. 'Crakerjack' er þéttvaxinn, sígrænn fjölæringur, allt að 10 sm hár, myndar breiðu af dökkgrænum, allaga laufum og oftast stökum, rauðrófupurpura blómum, sem eru 1,5 sm í þvermál og sem springa úr síðla vors.