Phlox divaricata

Ættkvísl
Phlox
Nafn
divaricata
Íslenskt nafn
Blámaljómi
Ætt
Jakobsstigaætt (Polemoniaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól eða dálítill skuggi og skjól.
Blómalitur
Ljósgráfjólublár, fölfjólublár eða hvítur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
30-45 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 45 sm há, útbreidd, með útafliggjandi til jarðlæga blómlausa sprota, sem skjóta rótum á liðunum. Laufin allt að 5 x 2,5 sm, aflöng til egglaga eða oddbaugótt á blómlausum sprotum, laufin eru smærri á sprotum með blóm, breið- til mjólensulaga.
Lýsing
Blómskipunin samsettur skúfur, smá kirtildúnhærð. Bikar 7-11 mm, flipar með ógreinilegan endabrodd. Króna 1,2-1,8 sm, allt að 4 sm í þvermál, ljósgráfjólublá til fölfjólublá eða hvít, krónupípan stundum dekkri að innan, flipar um 1,3 x 0,8 sm, framjaðraðir til trosnaðir.
Uppruni
Bandaríkin (A Texas og N Alaska til austur N-Dakóta og Wisconsin), Kanada.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, sáning eða græðlingar að vori.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í skrautblómabeð.
Reynsla
Lítt reynd hérlendis. Ekki í Lystigarðinum 2015.
Yrki og undirteg.
Ýmis yrki eru til svo sem 'Alba' með hvít blóm. 'Dirigo Ice' allt að 30 sm há með skærblá blóm, 'Grandiflora' með stór blóm.