Fjölær jurt, allt að 120 sm há, verður hárlaus með aldrinum. Lauf allt að 15(-17) x 0,3-1 sm við grunninn, mjó aflöng-lensulaga til bandlaga, smærri og færri ofantil, þykk, æðastrengur lítt áberandi.
Lýsing
Blómskipunin samsettur skúfur, blómin á stuttum blómskipunarleggjum. Bikar 6-8 mm, flipar breið bandlaga, með ógreinileg endabrodd, æðar áberandi. Króna allt að 2(-2,4)sm, bleik til purpura, sjaldan hvít. Frjóhnappar standa lítillega fram úr krónupípunni, stílar næstum alveg samvaxnir.
Uppruni
Bandaríkin (N Karolína og NV Florída til NA Texas og Illinois).
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, sáning eða græðlingar að vori.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð.
Reynsla
Er ekki í Lystigarðinum 2015.
Yrki og undirteg.
Yrkið 'Bill Baker' er allt að 45 sm hátt, með stór, bleik blóm og yrkið 'Gloriosa' er með laxableik blóm.