Fjölær jurt sem myndar þýfur, stönglar greinóttir, uppréttir eða útstæðir. Lauf 4-8(-12) mm, bandlaga, skarast, eru stinn með 3 æðastrengi, kirtilhærð til hárlaus, broddydd, jaðrar þykkari en blaðkan, mjúk-randhærð.
Lýsing
Blómin endastæð, stök, (næstum) legglaus. Bikar 6-8 mm, stinn-randhærður, flipar sýllaga-stingandi. Króna 1-1,5 sm, hvít til fölblá, flipar 4-7 mm.
Uppruni
Bandaríkin (Oregon og Montana til Kaliforníu og Nýju Mexikó, Kólóradó, Idaho).
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti sáning eða græðlingar að vori.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, skrautblómabeð.
Reynsla
Lítt reynd hérlendis. Er ekki í Lystigarðinum 2015.
Yrki og undirteg.
ssp. caespitosa Þúfur 15-25 sm háar. Heimkynni: Bandaríkin (Oregon og Montana til Kaliforníu og Nýju Mexikó). -----ssp. condensata (A. Gray) Wherry. Þúfur allt að 4 sm háar. Laufin aðlæg. Heimkynni: Bandaríkin (Kólóradó). -----ssp. pulvinata Wherry. Þúfur 3-7 sm háar. Laufin útstæð. Heimkynni. Bandaríkin (Idaho til Kaliforníu og Kólóradó).