Rætur mynda lítil hnýði. Lauf aflöng-egglaga, snubbótt, örlaga. næstum tvíeyrð eða hjartalaga við grunninn, dúnhærð ofan, hárin ógreind, stjarn-dúnhærð neðan. Laufleggur allt að 30 sm. Stoðblöð legglaus eða með mjög stuttan legg, lensulaga-egglaga til þríhyrnd.
Lýsing
Blómkransarnir margir, standa þétt saman ofantil á stönglinum, það er lengar á milli þeirra neðstu með 14-40 blómí hverjum kransi. Smástoðblöð sýllaga. Bikar 8-13 mm, tennur þyrnikenndar. Krónan purpura eða bleik, efri vörin bein, 15-20 mm, randhærð.