Fjölær jurt, allt að 60 sm há. Laufin 2-10 x 1-2 sm, egglaga-aflöng til band-lensulaga, snubbótt, mjókka að grunni, bogtennttil grunnflipótt, með stutt stjarn-dúnhærð ofan, gráloðin neðan, laufleggir allt að 7 sm, stoðblöðin band-lensulaga, með stuttan legg eða legglaus.
Lýsing
Blómin í krönsum, 2-5 kransar, með millibili eða þétt saman efst, 4-10 blóma, smástoðblöðin sýllaga, 3-10 mm, lóhærð. Bikar 13-17 mm, með stjarn-lóhæringu. Krónan 25-35 mm, gul.
Uppruni
Tyrkland, Kákasus, N Íran.
Harka
7
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í beð með fjölærum jurtum.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð ar til 2004 og gróðursett í beð 2010.