Philadelphus schrenkii

Ættkvísl
Philadelphus
Nafn
schrenkii
Íslenskt nafn
Kóreukóróna*
Ætt
Hindarblómaætt (Hydrangaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól eða hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Sumar.
Hæð
- 1,8-3 m hár og álíka breiður.
Vaxtarlag
Lauffellandi, uppréttur runni, allt að 4 m hár. Börkur á 2 ára gömlum greinum grár, sjaldan brúnn, með þverstæðar rákir, með gróft hár í fyrstu. Axlabrumin hulin.
Lýsing
Laufin egglaga, stöku sinnum egglaga-oddbaugótt, 7-13 × 4-7 sm á blómlausum greinum, 4,5-7,5 × 1,5-4 sm á greinum með blóm, öll með yddan grunn eða snubbóttan, odddregin, ógreinilega fíntennt eða næstum heilrend, lítið eitt hærð á aðalæðastrengjunum á neðra borði, oftast hárlaus ofan. Blómin 3-7 saman í klasa, með 4 krónublöð í kross, ilma mikið, 2,5-3,5 sm í þvermál, bikarblöð egglaga, 3-7 mm, Fræflar 25-30, diskur hárlaus, stíll hærður. Fræ með stuttan hala.
Uppruni
Kórea, SA Síbería.
Sjúkdómar
Engir alvarlegir kvillar eða skordýraplágur.
Harka
Z6
Heimildir
= 1, http://www.missouribotanicalgarden.org
Fjölgun
Sáning, græðlingar, sveiggræðsla. Auðræktaður runni.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í beðakanta, sem lágvaxið, óklippt hekk eða limgerði. Runninn er lítils virði ef hann blómstrar ekki Blómstrar á fyrra árs greinar, snyrtið því runnann strax að blómgun lokinni.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem var sáð til 2000 og gróðursett í beð 2009.