Lauffellandi, uppréttur runni, allt að 3 m hár. Börkur greina á öðru ári er brúnn, börkurinn flagnar af að lokum. Ársprotar verða hárlausir. Axlabrumin eru hulin.
Lýsing
Lauf á blómlausum greinum eru egglaga eða breið-oddbaugótt, 6-9 × 3-5 sm, með grófar tennur. Tennurnar vita fram á við. Grunnur laufanna er snubbóttur eða bogadreginn, laufin eru odddregin. Lauf á blómstrandi greinum eru eru egglaga til egglaga-aflöng, 4,5-7 × 1,5-4,5 sm, mjókka smám saman að grunni, snubbótt eða stundum bogadregin en oddur langdreginn, öll með stinn hár á efra borði eða hárlaus og með stinn hár á æðastrengjunum á neðra borði og í æðastrengjakrikunum. Blómin 5-7 í klasa, krónublöðin 4, mynda kross, ilma lítið eitt, eru um 3 sm breið. Krónublöðin eru aflöng-egglaga. Fræflar 30 talsins. Stíll hárlaus, grunnt klofinn í toppinn. Fræin með meðallangan hala.
Uppruni
Japan.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, græðlingar, sveiggræðsla. Runninn er ræktaður eins og P. coronarius.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í beðkanta og víðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 2003 og gróðursett í beð 2009.