Philadelphus × polyanthus

Ættkvísl
Philadelphus
Nafn
× polyanthus
Íslenskt nafn
Ilmkóróna
Ætt
Hindarblómaætt (Hydrangaceae).
Samheiti
(Álitin vera blendingur P. insignis × P. × lemoinei.)
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Snemmsumars.
Vaxtarlag
Lauffellandi, uppréttur runni. Börkur dökk brúnn, flagnar að lokum. Ársprotarnir með fá, löng hár.
Lýsing
Laufin 3,5-5 × 1,5-2,5 sm, egglaga, grunnur bogadreginn eða snubbóttur, oddur langdreginn, laufin heilrend eða með fáeinar hvassar tennur, hárlaus ofan, lítið eitt hærð á neðar borði, hárin stutt og stinn. Blómin 3-5 í skúf eða klasa, krónublöðin 4, mynda kross, um 3 sm í þvermál, eggleg og bikar dúnhærð. Bikarblöð með langan hala í oddinn. Fræflar um 30 talsins.
Uppruni
Garðablendingur.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í beð, í þyrpingar milli stórra trjáa.
Reynsla
Í Lystigarðinum er engin planta af aðaltegundinni.
Yrki og undirteg.
Nokkur yrki eru í ræktun t. d. Mont Blanc' sem er mest ræktað hérlendis - sjá næstu síðu