Peucedanum palustre

Ættkvísl
Peucedanum
Nafn
palustre
Íslenskt nafn
Mjólkurrót
Ætt
Sveipjurtaætt (Apiaceae).
Lífsform
Tvíær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
-160 sm
Vaxtarlag
Tvíær jurt sem verður allt að 160 sm há, hárlaus. Stönglar rákóttir, holir, oft purpuralitir, engar trefjóttar blaðleifar neðst! Neðstu laufin 2-4 fjaðurskipt, þríhyrnd að ummáli. Stönglar oft hærðir neðst. Flipar 5-20 mm, egglaga að ummáli, fjaðurskiptir, endaflipar lensulaga til aflangir, heilir eða 2-3 skiptir. Stoðblöð 4-10, mjög misstór, lensulaga, stundum 2 eða 3 skipt, niðurstæð.
Lýsing
Sveipur með 20-40, hærðir að innanverðu. Reifablöð 4-10, heilrend. Krónublöð hvít, að ofan með vörtuhár. Aldin 4-5 mm með mjóa vængi.
Uppruni
Evrópa til M Asía.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í mýragarða.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum.