Vetrargræn, fjölær jurt, þornhærð, allt að 100 sm há. Stönglar uppsveigðir eða uppréttir, greinóttir. Grunnlauf egglaga-aflöng til egglaga, allt að 40 sm, mjókka í langan legg.
Lýsing
Blómskipunin með stoðblöð í þéttum kvíslskúf. Bikarflipar bandlensulaga, nærri lausblaða (tæplega heilkrýndir), stækka við aldinþroskann. Krónupípan trektlaga, allt að 6 mm löng, krónutungan allt að 1 sm breið, útstæð, skærblá með 5 harða ginleppa sem loka munni pípunnar. Fræflar 5, inniluktir, festir ofan við miðju krónupípunnar innanverðar, stíll inniluktur, fræni koll-laga. Smáhnetur allt að 2 mm, uppréttar, egglaga, íhvolfar, svarbrúnar, netæðótar-hrukkóttar með kragalaga hring við grunninn.
Uppruni
SV Evrópa.
Harka
7
Heimildir
= 1, 2
Fjölgun
Fjölgað með fræjum.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Hefur verið til í Lystigarðinum en aðeins lifað fáein ár í hvert skipti.