Penstemon venustus

Ættkvísl
Penstemon
Nafn
venustus
Íslenskt nafn
Dalagríma
Ætt
Grímublómaætt (Scrophulariaceae).
Lífsform
Hálfrunni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Fölfjólublár til fjólublápurpura.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
30-80 sm
Vaxtarlag
Hálfrunni, 30-80 sm hár, verður bláleitur, hárlaus að mestu. Stönglar með rákir af smáum dúnhárum. Lauf allt að 12 sm, lensulaga til aflöng, smásagtennt til tennt, oft króktennt, laufleggur mjög lítill ef nokkur, laufin hvassydd.
Lýsing
Blómskipunin ax sem minnir á skúf, blómin samfelld, hálf hliðsveigð, blómskipunarleggur uppréttur. Bikar 3-6 mm, flipar egglaga. Króna 20-32 x 8 mm, fölfjólublá til fjólublápurpura, flipar stórir, kögraðir. Fræflar ná dálítið fram úr krónupípunni. Gervifrævill hvít-langhærður við oddinn.
Uppruni
N-Ameríka (Washington og Oregon til Idaho).
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting, síðsumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð með fjölærum jurtum.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 2007 og gróðursett í beð 2008.