Blómskipunin klasar í sveip, hárlaus. Bikar 3-5 mm, flipar egglaga til hringlaga, verða snögglega ydd, jaðrar með breiðan himnufald. Króna 18-24 x 4 mm, hálfpípulaga, fliparnir útstæðir eða baksveigðir raðað eins og í hjól, fagurrauðir, kirtildúnhærð utan, þétt kirtilhærð innan í gininu. Gervifrævill með krókhár í oddinn, hárlaus eða ögn vörtóttur efst.
Uppruni
N Ameríka (Kalifornía til Nevada, Utah og Arizona).
Harka
4
Heimildir
= 1, davesgarden.com/guides/pf/go/124027/#b
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð með fjölærum jurtum.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 2011 og gróðursett í beð 2015.