Penstemon strictus subsp. strictiformis (Rydb.) D. D. Keck
Lífsform
Fjölær jurt eða hálfrunni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Fölblár, gráfjólublár.
Blómgunartími
Júní- júlí.
Hæð
20-50(70) sm
Vaxtarlag
P. strictiformis er greindur frá bjöllugrímu (P. strictus) á skeggjuðum gervifræflum, frjóhnapparnir eru minna hærðir og plantan er þéttvaxnari vegna stuttra liða. --Skammlífur fjölæringur, 20-55 sm hár, stönglar uppréttir eða uppsveigðir, 1 eða fáeinir greinast frá trékenndum stöngulstofni, laufið mjúkt. Laufin eru heilrend, grunnlauf og neðri stöngullauf 6-9 sm löng, mjó (öfug)lensulaga, mjókka að grunni, með legg, efri stöngullauf 4-8 sm og 5-17 mm breið, lensulaga, legglaus. Stönglar hárlausir, grunnlauf gagnstæð og með lauflegg, 5-10 sm löng, öfuglensulaga, snubbótt, hárlaus, dálítið bláleit. Stöngullauf legglaus, lensulaga, langydd, 4-8 sm.
Lýsing
Blómskipunin klasi með 4-8 krönsum, skúfurinn 3-5 blóma, sléttur, meira eða minna einhliða. Krónan 25-30 mm löng, útvíkkuð, föl blá, gráfjólublá, slétt innan og utan, líka í góminn. Bikar 6-8 mm langur, bikarblöð lensulaga, langydd eða myndar stundum innsveigða rófu í oddinn, jaðrar þunnir og trosnaðir. Frjóhnappar eru 1,4-2 mm langir, opnast næstum alla leið, en ekki næst samgróningunum, hár á hliðunum, með löng, flækt hár sem er oft lengri en breidd frumunnar, op jaðranna með túttulaga tennur. Gervifræfill útvíkkaðir og oft baksveigður í oddinn, sléttur til lítið hærður. Frjóir fræflar ná oft fram úr gininu.