Penstemon serrulatus

Ættkvísl
Penstemon
Nafn
serrulatus
Íslenskt nafn
Dýjagríma
Ætt
Grímublómaætt (Scrophulariaceae).
Lífsform
Hálfrunni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Djúpblár - dökkpurpura.
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
30-70 sm
Vaxtarlag
Hálfrunni, 30-70 sm hár, hárlaus neðantil, smádúnhærður ofantil. Lauf 2-9 x 0,5-4,5 sm, breiðlensulaga til spaðalaga, stöngullauf hjartalaga, næstum heilrend til óreglulega tennt, sagtennt eða grunn-blúndujöðruð, grunnlauf með stuttan legg.
Lýsing
Blómskipun minnir á klasa með 1-5 þétt knippi, blómskipunarleggir uppréttir. Bikar 6-11 mm, flipar lensulaga, þeir breiðar með blúndujaðar. Króna 16-23 x 6 mm, pípulaga-bjöllulaga, djúpblá til dökkpurpura, stundum lítið eitt hærð við grunn neðri vararinnar. Gervifræfill gul-hárugur.
Uppruni
N-Ameríka (S Alaska - Oregon).
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting eða sáning að vori, græðlingar um mitt sumar sem síðan eru hafðir í sólreit yfir veturinn.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í þyrpingar, í blómabeð, nokkuð plássfrek planta.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 1977. Harðgerð tegund sem þarf góða vökvun í þurrkatíð. Hefur reynst vel á Akureyri.