Penstemon rydbergii

Ættkvísl
Penstemon
Nafn
rydbergii
Íslenskt nafn
Berggríma
Ætt
Grímublómaætt (Scrophulariaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Indígóblár.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 60 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, stönglar allt að 60 sm ásamt blómlausum sprotum, hárlaus eða ögn dúnhærð, oft í rákum. Lauf aflöng til oddbaugótt, heilrend, snubbótt til ydd, mjókka að grunni, grunnlauf með mjög stuttan legg, hárlaus. Lauf á blómstöngli fremur fá, greipfætt.
Lýsing
Blómskipun ósamfelld, með 2 eða fleiri margblóma knippi. Bikar 4-5 mm, flipar bandlaga, langyddir, með breiðan himnujaðar. Króna allt að 2 sm, indígóblá, hárlaus utan, gin meira eða minna útvíkkað, þétt gulhært við grunn neðri flipans. Gervifrævill grannur, gulhárugur efst.
Uppruni
N Ameríka (Wyoming til Kólóradó og Nýju Mexikó).
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 2009 og gróðursett í beð 2010.
Yrki og undirteg.
ssp. aggregatus (Pennell) Keck. Króna fölblá til purpura.