Fjölær jurt sem myndar flatar breiður, stönglar runnkenndir við grunninn, blómstönglar allt að 10 sm háir, mjög bláleitir, hárlausir eða meira eða minna þétt gráloðnir. Lauf 0,8-2 x 0,6-1,2 sm, oddbaugótt til sporbaugótt, smásagtennt, mjög smá við blómskipunina, mjög bláleit, mjög þykk, hárlaus eða gráloðin neðantil, laufleggir hárlausir eða gráloðnir.
Lýsing
Blómskipunin minnir á klasa, þétt, blómfá, kirtildúnhærð. Bikar 6-10 mm, flipar lensulaga, oddregnir eða hvassyddir. Krónan 27-35 x 8 mm, gin með meðal útvíkkun, djúpbleik, rifin neðan á krónunni lítillega langhrokkinhærð. Fræflar ná lítillega fram úr gininu. Gervifrævill 1/2 eða 3/4 af lengd frjóu fræflanna, þráðlaga efst, lítt eða þétt loðin efst.Blómin í stuttum klösum, blöðin lítil, egglaga, grágræn
Uppruni
N Ameríka (Washington til Kalifornía).
Harka
7
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting eða sáning að vori, græðlingar síðsumars.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1990 og gróðursett í beð 1991. Hefur reynst vel. Harðgerð-meðalharðgerð tegund, stundum talin afbrigði af klettagrímu (P. newberryi).
Yrki og undirteg.
'Carol' er þekkt afbrigði sem hefur verið lengi í ræktun í Reykjavík og víðar. Er með rauð blóm, 10-15 sm há. -- Einnig má nefna 'Pink Dragon' sem er þéttvaxið yrki og með ljós laxableik blóm. Er til í Lystigarðinum og 'Roseus' sem er með bleik blóm.