Penstemon procerus

Ættkvísl
Penstemon
Nafn
procerus
Íslenskt nafn
Álfagríma
Ætt
Grímublómaætt (Scrophulariaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Blápurpura.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
10-40 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt með 10-40 sm háa stöngla, granna og hárlausa. Lauf 2-6 sm að laufleggnum meðtöldum, flest laufin eru stöngullauf, lensulaga til öfuglensulaga-aflöng, djúpgræn, þunn, hárlaus að mestu, laufleggur stuttur, grannur.
Lýsing
Blómskipunin minnir á klasa með 1-6 þéttum, knippum, oft er langt á milli þeirra neðstu. Bikarflipar 3-6 mm, oddbaugótt til öfugegglaga, heilrend. Króna blápurpura, krónutunga útstæð, gómur meira eða minna skeggjaður. Gervifrævill nær ekki fram úr gininu, með fáein, stutt, gul hár í toppinn.
Uppruni
NV N-Ameríka (Alaska til Oregon austur til Wyoming og Colorado).
Harka
3
Heimildir
1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð með fjölærum plöntum.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 2010 og gróðursett í beð 2011.Undirtegundin sem minnst er á hér að neðan (sjá mynd)hefur reynst vel í garðinum og er fyrirtaks steinhæðarplanta
Yrki og undirteg.
Penstemon procerus var. tolmiei (ekki í RHS)