Fjölær jurt með vel þroskaða grunnblaðahvirfingu, stönglar nokkuð sterklegir til grannir, 25-50 sm háir, ljósgrænir, hárlausir. Lauf band-öfuglensulaga til oddbaugótt, þunn, 3-8 sm löng að laufleggnum meðtöldum, stöngullauf dálítið lengri, þau efri greipfætt, ljósgræn.
Lýsing
Blómskipunin minnir á klasa, stinn, sívöl, með 2-5 blómknippi. Bikar 4-7 mm, flipar lensulaga til aflangir, heilrendir til trosnaðir, með stuttan, oddreginn odd. Króna 11-14 mm, pípulaga til útvíkkuð, hvít, knúppar með gulan odd, gómur loðinn, hárin gul. Gerviftæfill nær út í opið með þétt, gullið toppskegg.
Uppruni
N Ameríka (Oregon til Idaho og Nevada).
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting, græðlingar síðsumars.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð með fjölærum plöntum.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 2010 og gróðursett í beð 2011.