Penstemon gormanii

Ættkvísl
Penstemon
Nafn
gormanii
Íslenskt nafn
Kirtilgríma*
Ætt
Grímublómaætt (Scrophulariaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Blápurpura.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 30 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt. Stönglar allt að 30 sm, meira eða minna dúnhærðir, oft með rákir eða næstum hárlaus. Lauf lensulaga til spaðalaga, heilrend eða stundum grunn og smá sagtennt við oddinn, hárlaus.
Lýsing
Blómskipunin meira eða minna kirtlhærð. Bikar allt að 7 mm. Króna allt að 2,5 sm, blápurpura, gin víkkar út, gómur loðinn. Gervifræfill nær dálítið út úr gininu, gulhærður meira en hálfa lengdina. Aldin allt að 8 mm, hárlaus. Fræ allt að 2 mm.
Uppruni
Norðvestur N Ameríka.
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum 2015.