Fjölær jurt með allmarga stöngla, 40-80 sm há, hárlaus. Laufin allt að 10 x 2 sm, lensulaga, ydd, grunnlauf með 5 sm leggi, stöngullauf greipfætt, ljósgræn.
Lýsing
Blómskipunin mjó-klasalík, einhliða, hliðsveigð, um það bil hálf hæð plöntunnar, með 7-12 blómknippi. Bikar 5 mm, flipar breiðegglaga til hálfkringlótt með hvítan til fölbláan himujaðar. Króna allt að 3 sm, fjólublá-bleik meðan hún er ung, verður fljótt djúp heiðblá, fjólublá í gininu, hárlaus. Pípan mjó, gin útflatt, dálítið samandregið við opið, efri vör skagar fram, neðri vörin lengri en sú efri, flipar útstæðir til afturstæðir. Gervifræflar fjólubláir, gulloðnir efst.
Uppruni
N-Ameríka (Idaho, Montana & Wyoming).
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem var sáð til 2013 og gróðursett í beð 2015.