Fjölær jurt með 15-40 sm háa stöngla, útafliggjandi eða jarðlæg, víðskriðul. Lauf allt að 1 sm, bandlaga til öfuglensulaga, meira eða minna broddydd, smádúnhærð eða sjaldan hárlaus.
Lýsing
Blómskipunin laufótt, blómskipunarleggir stuttir, með 1-3 blóm, bikarlipar odddregnir, mjókka smám saman í oddinn, smádúnhærðir, meira eða minna með himnukenndan jaðar, ögn kirtilhærðir. Króna 14-18 mm, ljósblá með purpura gin, hvít eða mjög, ljós innan, ginið lítið eitt loðið innan, pípan dálítið flöt, efri vörin bein, neðri vörin útstæð, lengri en sú efri, flipar allt að 2 mm, gervifræflar þaktir stuttri gullinhæringu.
Uppruni
N-Ameríka (Wyoming, Kólóradó, Utah).
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í beð, í seinhæðir, í kanta.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 2012 og góðursett í beð 2013.