Fjölær jurt sem myndar þétta, breiða brúska, 20-40 sm hár. Stönglar runnkenndir neðst, með margar greinar. Lauf 4-6 x 2-2,5 sm, egglaga til oddbaugótt-egglaga, sagtennt, blá-gráblá, hárlaus, grunnlauf með stutta leggi, efstu stöngullaufin greipfætt.
Lýsing
Blómskipunin 7-25 sm, lík klasa, þétt, blómskipunarleggir með 1-3 blóm. Bikar 6-7 mm, flipar egglaga, yddir eða langyddir. Króna 35 x 8 mm, varir framstæðar, stuttar, lilla eða bleikpurpura, hryggir að neðan á krónunni mjög langhærðir. Frjóhnappar ullhærðir, gervifræflar hálf lengd frjóu fræflanna, grannir, næstum hárlausir.
Uppruni
N-Ameríka (Washington og Oregon).
Harka
7
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting eða sáning að vori, græðlingar um mitt sumar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í hleðslur, í beð með fjölærum jurtum.