Penstemon alpinus

Ættkvísl
Penstemon
Nafn
alpinus
Íslenskt nafn
Fjallagríma
Ætt
Grímublómaætt (Scrophulariaceae).
Samheiti
P. glaber Pursh. v. alpinus (Torr.) A. Gray
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Djúpblár til indigóblár.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
-0.3m
Vaxtarlag
Fjallagríma er mjög lík gljágrímu (P. glaber) nema hvað stönglar og lauf eru hárlaus til mjög smádúnhærð.
Lýsing
Bikarblöð 4-7 sm, langydd. Krónan hárlaus til dúnhærð eða ullhærð innan.
Uppruni
N Ameríka (Wyoming & Kólóradó).
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting eða sáning að vori, græðlingar um mitt sumar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í hleðslur, í beð.
Reynsla
Harðgerð-meðalharðgerð, hefur reynst nokkuð vel á Akureyri. Ein planta sem sáð var til 2009 er til undir þessu nafni í Lystigarðinum 2015.