Peltaria turkmena

Ættkvísl
Peltaria
Nafn
turkmena
Íslenskt nafn
Laukkál
Ætt
Krossblómaætt (Brassicaceae).
Lífsform
Runnkennd, fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól - hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Vaxtarhraði
Hraðvaxta.
Vaxtarlag
Fjölær, runnkennd jurt, 50-70 sm há.
Lýsing
Laufin aflöng-egglaga, heilrend eða með strjálar tennur, laufleggur langur. Stöngullauf með stuttan legg eða legglaus. Blómskipunin greinótt, bikarblöð 2,5 mm, egglaga, jaðar hvítur, krónublöð 6 mm, öfugegglaga, blómleggur allt að 15 mm, mjög grannur. Aldin 13-18 x 8-10 mm, með 1 fræ.
Uppruni
M Asía.
Harka
6
Heimildir
= 1, Pfaf.org/user/Plant.aspx?LatinName=Peltaria+turkmena
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í beð með fjölærum jurtum.
Reynsla
Hefur lifað nokkur ár í Lystigarðinum.