Patrinia triloba

Ættkvísl
Patrinia
Nafn
triloba
Íslenskt nafn
Þríbrúðuhnoða
Ætt
Garðabrúðuætt (Valerianaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Hálfskuggi eða sól.
Blómalitur
Gullgulur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
40-60 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt sem myndar brúsk. Stönglar allt að 60 sm, uppréttir, rauðmengaðir. Laufin allt að 5 sm, flest laufin eru grunnlauf, djúp 3-5 fjaðurflipótt, efstu laufin gróftennt.
Lýsing
Blómin gullgul, ilmandi, í fremur strjálblóma 3-greindum skúf, allt að 10 sm í þvermál.
Uppruni
Japan.
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í beð með fjölærum tegundum.
Reynsla
Lítt reynd hérlendis, þrífst þokkalega í Hveragerði (HS). Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur. Engar tegundir af ættkíslinni Patrinia eru í Lystigarðinum á Akureyri 2015.
Útbreiðsla
Allmargar tegundir af Patrinia hafa verið reyndar í 2-7 skipti í Lystigarðinum, þ.e. gulbrúðuhnoða (Patrinia gibbosa), ilmbrúðuhnoða (P. intermedia), P. rupestris, P. scabiosifolia, heiðbrúðuhnoða (P. sibirica), þríbrúðuhnoða (P. triloba), hárbrúðuhnoða (P. villosa). Engar eru á lífi 2015.