Fjölær jurt, allt að 15 sm há. Laufin egglaga allt að 3 sm. Laufleggurinn 1-4 x lengd blöðkunnar. Stoðblöð hjartalaga, 3 x 2,5 sm, lykja um blómstöngulinn.
Lýsing
Blómin hvít, með grænleitar netæðar, 2,5 sm í þvermál, gervifræflar skiptast í 5-11 fræfla, sem eru sverir í oddinn.
Uppruni
Tempraða beltið nyðra, (íslensk tegund).
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Við tjarnir og læki, sumarbústaðaland, í beð.
Reynsla
Íslensk tegund sem ott er flutt í garða, getur vaxið í steinhæðum sé jarðvegur nægilega rakur. Það þarf að sækja hana oft út í náttúruna ef hún á að vera í íslenska beðinu að staðaldri.