Papaver somniferum

Ættkvísl
Papaver
Nafn
somniferum
Íslenskt nafn
Draumsól
Ætt
Draumsóleyjarætt (Papaveraceae).
Lífsform
Einær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gráhvítur, ljóspurpura, purpura.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 120 sm
Vaxtarlag
Einær jurt, allt að 120 sm há, bláleit grágræn. Stönglar uppréttir. Með grunnlauf og stöngullauf, allt að 12,5 sm, hjartalaga, bogtennt-sagtennt eða blúndujöðruð, stöngullauf legglaus og lykja um stöngulinn.
Lýsing
Blómknúppur allt að 2 sm, egglaga, hárlaus. Blómin allt að 10 sm í þvermál, gráhvít, ljóspurpuralit, purpura eða marglit, oft ofkrýnd. Krónublöð næstum kringlótt, trosnuð, stöku sinnum með svartan blett við grunninn. Frjóhnappar gulir. Frænisskífa með 5-18 geisla. Aldin 5-7 x 4-5 sm, hnöttótt, hárlaus.
Uppruni
SA Evrópa, V Asía
Harka
7
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í blómaengi.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum 2015.