Papaver pilosum

Ættkvísl
Papaver
Nafn
pilosum
Íslenskt nafn
Hærusól
Ætt
Draumsóleyjarætt (Papaveraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól - hálfskuggi.
Blómalitur
Aprikósugulur.
Blómgunartími
Júní- júlí.
Hæð
-45(-60-100) sm
Vaxtarlag
Sjaldgæf, fjölær tegund, allt að 100 sm há. Stönglar uppréttir, laufóttir, hærður. Laufin með aðlæg floshár, grunnlauf allt að 15 sm, aflöng, stöngullauf allt að 3 sm, lík stoðblöðum, egglaga-aflöng, hvassydd, óreglulega tennt, flipótt.
Lýsing
Blómin stór, í hálfsveip, allt að 10 sm í þvermál, bikarblöð með aðlæg dúnhár. Krónublöð bogadregin, skarlatsrauð til appelsínulit-aprikósulit, með hvítan blett við grunninn, skarast. Frjóhnappar gulir. Frænisskífa 6-7 geisla. Aldin aflöng-kylfulaga, allt að 2 sm, bláleit.
Uppruni
Litla Asía.
Harka
6
Heimildir
= 1, www.plant-world-seeds.com/store/view-seed-item/1681
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, í steinhæðir, í kanta.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til gömul planta undir þessu nafni, sem þrífst vel og sáir sér.