Sjaldgæf, fjölær tegund, allt að 100 sm há. Stönglar uppréttir, laufóttir, hærður. Laufin með aðlæg floshár, grunnlauf allt að 15 sm, aflöng, stöngullauf allt að 3 sm, lík stoðblöðum, egglaga-aflöng, hvassydd, óreglulega tennt, flipótt.
Lýsing
Blómin stór, í hálfsveip, allt að 10 sm í þvermál, bikarblöð með aðlæg dúnhár. Krónublöð bogadregin, skarlatsrauð til appelsínulit-aprikósulit, með hvítan blett við grunninn, skarast. Frjóhnappar gulir. Frænisskífa 6-7 geisla. Aldin aflöng-kylfulaga, allt að 2 sm, bláleit.