Rauður, appelsínugulur, fölbleikur oftast með purpura blett við grunninn.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
60-90 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 90 sm há. Stönglar uppréttir, lauffáir. Lauf allt að 25 sm, stinnhærð, grunnlauf fjöðruð, fjaðurskipt efst. Langt milli flipanna, lensulaga eða aflöng, blaðleggir greiptir, stöngullauf smá.
Lýsing
Blómknappur allt að 3 sm, egglaga, gráloðinn. Blómin stök, allt að 10 sm í þvermál. Bikarblöð 2, íhvolf, hvít ofan. Krónublöð allt að 6 sm, 4-6, öfugegglaga, rauð, appelsínugul, fölbleik oftast með purpura blett við grunninn. Frænisskífa 13-15 geisla. Aldin allt að 3 sm í þvermál, hálfhnöttótt, bláleit, hárlaus.
Uppruni
Armenía, SV Asía.
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, rótargræðlingar eftir blómgun, skiptingu þarf að gera varlega en tekst þó ekki alltaf.
Notkun/nytjar
Í beð, í raðir, í þyrpingar. Getur þurft uppbindingu.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til nokkrar, misgamlar plöntur undir þessu nafni, þrífast vel. Harðgerð jurt sem hefur verið lengi í ræktun hérlendis.
Yrki og undirteg.
Fjölmörg yrki í ræktun bæði hérlendis og erlendis svo sem 'Cedric Morris', 'Glowing Embers', 'Indian Chief', 'May Queen', 'Mrs Perry' og fleiri.