Fjölær jurt, allt að 15 sm há, myndar þéttar breiður. Stönglar margir, greinast ofantil. Laufin hærð, grunnlauf lensulaga-aflöng og fjaðurskipt eða ydd og djúpskert, stöngullauf legglaus, mjó við grunninn.
Lýsing
Blómskipunarleggir allt að 15 sm, bugðóttir. Blómknúppar allt að 1,5 sm í þvermál, egglaga-hnöttóttir, þétthærð, blómin 2 á stöngli. Krónublöð allt að 4,5 sm, djúprauð. Frænisdiskur kúptur, 5-7 geisla. Aldin öfugegglaga-kylfulaga, allt að 1 sm.