Blóm allt að 7,5 sm í þvermál, stök, stundum ofkrýnd. Krónublöð 4, öfugegglaga, ytra parið stærra en hitt, hvít með gulan grunnblett, gul, appelsínugul, ferskjulit eða fölrauð, í fellingum. Frjóhnappar gulir, frænisskífa 4-6 geisla. Aldin allt að 1,5 sm, aflöng eða öfugegglaga-hnöttótt, oftast stinnhærð.